Yfirbugaður
Í skugganum sit ég kaldur og skelf
heimilið,konan og börnin farið
og allt annað sem var eitthvað í varið
ég sit og hugsa hvernig gat þetta gerst
hvað nú ?
afhverju ég og þú?
það rennur á mig reiði
helvítis ríkistjórn hvað er eiginlega á seiði
við eigum þetta ekki skilið segi ég aumur
ég bíð eftir að einhver klípi mig
og segi mér að þetta hafi verið vondur draumur
það er dimmt mér er kallt
ég bið til guðs ég segi honum allt
ekkert svar engin hjálp
hvenar ætli að þessu linni
hérna mun ég deyja
ég kveð þig kæra jörð
þetta munu vera mín síðustu
að sinni.
 
Finnur
1971 - ...


Ljóð eftir Finn

Kreppuljóð
Yfirbugaður