Kofinn.
Í grýttri urð var glóð
og gömul refa slóð.
Bar við fjallið fönn
og frekleg ætihvönn.
Hér bjó maður meyr
en minningin deyr.
Og allir hæddu hann
þann hrakyrta mann.
Úti voru engin blóm
aðeins urðin tóm.
Og draugar stigu dans
í dimmum kofa hans.
En Þorpið hló í þökk
þegar upp af hrökk.
Og kofinn eyddist brátt
allt er orðið smátt.
og gömul refa slóð.
Bar við fjallið fönn
og frekleg ætihvönn.
Hér bjó maður meyr
en minningin deyr.
Og allir hæddu hann
þann hrakyrta mann.
Úti voru engin blóm
aðeins urðin tóm.
Og draugar stigu dans
í dimmum kofa hans.
En Þorpið hló í þökk
þegar upp af hrökk.
Og kofinn eyddist brátt
allt er orðið smátt.