Syndarinn.
Tímans tennur meiða
tortíma og eyða.
Dauðasagnir sveima
sekur var ég heima.
Þekki grimmdar glóðir
gamlar kvalaslóðir.
Sannleikurinn slökknar
svipurinn dökknar.
Í gráma fjarri ganga
það gamla og það stranga.
Drottinn gef mér griðinn
grátið til mín friðinn.
Í mér feigðar flekkir
fúnir synda kekkir.
Er setjast eins og sori
í skítugri drullufori.
Friðlausu og földu
fyrirlitnu og köldu.
Svartar bera slæður
sorgmæddar mæður.
Dagarnir deyða
drunganum eyða.
Engillinn ljóstrar
helvíti fóstrar.
tortíma og eyða.
Dauðasagnir sveima
sekur var ég heima.
Þekki grimmdar glóðir
gamlar kvalaslóðir.
Sannleikurinn slökknar
svipurinn dökknar.
Í gráma fjarri ganga
það gamla og það stranga.
Drottinn gef mér griðinn
grátið til mín friðinn.
Í mér feigðar flekkir
fúnir synda kekkir.
Er setjast eins og sori
í skítugri drullufori.
Friðlausu og földu
fyrirlitnu og köldu.
Svartar bera slæður
sorgmæddar mæður.
Dagarnir deyða
drunganum eyða.
Engillinn ljóstrar
helvíti fóstrar.