Sé ég í anda
Sú kemur tíð, er löngu liðin verða
landsins ánauð, kreppa og svartar nætur.
Þjóðin mín verður að þrauka og hugann herða.
Held ég að traustir séu Íslands fætur

Sú kemur tíð, er mönnum græðgin gleymist.
Gróðurinn vex og fé fær ekki að ráða.
Vonin er sú að Fróni raunin reynist
reynsla sem styrkir, hvetur menn til dáða.

Sé ég í anda skógum skrýddar myndir,
skuldin ei lengur hrjáir Íslands söfnuð.
Þá verða horfnar okkar sáru syndir.
Söngraddir landans boða frelsi og jöfnuð.  
Arnór
1990 - ...
Stæling á ljóðinu Sú kemur tíð eftir Hannes Hafstein. Hann orti um tíðarfar við aldamótin 1900, ég um tíðarfar rúmri öld seinna.


Ljóð eftir Arnór

Árstíðir
Sé ég í anda