Um foreldrana
Ég kominn er af Sigfúsi en móðirin hét Marta,
mikið er hún dóttir mín nöfnu sinni lík.
Faðir minn var hetja sem kunni ekki að kvarta,
kátur er hans nafni og sama eigind rík.
Yfir uppvexti mínum ég ei þarf að vola,
ástríkur reyndist faðirinn mér.
Fyrir börn sín og vini hann braut sig í mola
og bar okkur jafnan á höndum sér.
Er móðir mín lést var ég ellefu ára,
ástríki hennar og gleði var skær.
Það var okkur þyngra en tæki til tára,
trúi ég á lífi komist fáir engli nær.
mikið er hún dóttir mín nöfnu sinni lík.
Faðir minn var hetja sem kunni ekki að kvarta,
kátur er hans nafni og sama eigind rík.
Yfir uppvexti mínum ég ei þarf að vola,
ástríkur reyndist faðirinn mér.
Fyrir börn sín og vini hann braut sig í mola
og bar okkur jafnan á höndum sér.
Er móðir mín lést var ég ellefu ára,
ástríki hennar og gleði var skær.
Það var okkur þyngra en tæki til tára,
trúi ég á lífi komist fáir engli nær.
Ort 26.10.09