Sársaukinn.
Hús sársaukans stendur mitt í borg
stærra og eldra en við höldum.
Skammt frá er fjölfarið markaðstorg
með fannhvítum sölu tjöldum.
Berst þaðan gleði með söngva seið
stiginn dans og köllin óma.
Dunar um götur en dvín um leið
og dimmir og stjörnurnar ljóma.
Í húsinu er alltaf hljótt og kalt
hátt til lofts og vítt til veggja.
Þar er aldrei bjart en rakt og þvalt
útidyrnar þungar sem sleggja.
Í gluggum blóm en gróðurinn rýr
garðurinn nýddur og bitinn.
Hliðið rammgert er að okkur snýr
undarlega svart á litinn.
En inni rekast vonir á vegg
vængbrotnar allar í sárum.
Og guð hreyfir hvorki lið né legg
lítur fram hjá beiskum tárum.
Veggirnir í dimmunni drekka
draumana úr sár þjáðum sálum.
Bænirnar kæfðar í ekka
eyðast í öldum og árum.
stærra og eldra en við höldum.
Skammt frá er fjölfarið markaðstorg
með fannhvítum sölu tjöldum.
Berst þaðan gleði með söngva seið
stiginn dans og köllin óma.
Dunar um götur en dvín um leið
og dimmir og stjörnurnar ljóma.
Í húsinu er alltaf hljótt og kalt
hátt til lofts og vítt til veggja.
Þar er aldrei bjart en rakt og þvalt
útidyrnar þungar sem sleggja.
Í gluggum blóm en gróðurinn rýr
garðurinn nýddur og bitinn.
Hliðið rammgert er að okkur snýr
undarlega svart á litinn.
En inni rekast vonir á vegg
vængbrotnar allar í sárum.
Og guð hreyfir hvorki lið né legg
lítur fram hjá beiskum tárum.
Veggirnir í dimmunni drekka
draumana úr sár þjáðum sálum.
Bænirnar kæfðar í ekka
eyðast í öldum og árum.