Útverðir í vestri.
Ég held mig við hafið og strendur
og himinsins fornu lendur.
Ég dái þig Drangjökull kaldi
með dauðann í snjó á hvítu tjaldi.
Ég þekki varir í vaklandi birtu
og vonir sem öldurnar hirtu.
Og sorgir er á strendurnar rekur
og sjóinn er gefur og tekur.
Mig dreymir innlönd við Djúpið bláa
og dali við Kögurinn háa.
Ég held mig við hnífskarpar eggjar
og hvítkross er snýr sér til veggjar.
Því vættir eru villtir undir hlíðum
varir um sig er framhjá líðum.
Þeir hlæja í hættunni mestri
hraktir og barðir - útverðir í vestri.
og himinsins fornu lendur.
Ég dái þig Drangjökull kaldi
með dauðann í snjó á hvítu tjaldi.
Ég þekki varir í vaklandi birtu
og vonir sem öldurnar hirtu.
Og sorgir er á strendurnar rekur
og sjóinn er gefur og tekur.
Mig dreymir innlönd við Djúpið bláa
og dali við Kögurinn háa.
Ég held mig við hnífskarpar eggjar
og hvítkross er snýr sér til veggjar.
Því vættir eru villtir undir hlíðum
varir um sig er framhjá líðum.
Þeir hlæja í hættunni mestri
hraktir og barðir - útverðir í vestri.