

Í Reykjavík er ljúft að leika sér,
loftið tært og sólin hlýju ber,
gleði alltaf gefur minni sál,
gamla borgin tendrar ástarbál.
Ef að ég í þungum þönkum er
þrastarsöngur færir brosið mér,
undarlega glettin Tjarnar til
trítla ég og geri það er vil.
Austurvöllur - vinir liggja þar
verða glaðir, kátt þar er og var,
bjartir finnast fagrir litir hér;
fallegt verður sumarið hjá mér.
loftið tært og sólin hlýju ber,
gleði alltaf gefur minni sál,
gamla borgin tendrar ástarbál.
Ef að ég í þungum þönkum er
þrastarsöngur færir brosið mér,
undarlega glettin Tjarnar til
trítla ég og geri það er vil.
Austurvöllur - vinir liggja þar
verða glaðir, kátt þar er og var,
bjartir finnast fagrir litir hér;
fallegt verður sumarið hjá mér.