vetur
Hvítur stormur, kalt en bjart.
Kalinn, gengur hugsandi
um dalinn.
Inn að beini, útlit svart.
Alvarlega þenkjandi
þann daginn.
Köld er nóttin, frostið hart.
Hikar, fer svo gangandi
inn veginn.
Vindur bítur andlit í.
Fundinn er svo liggjandi
við bæinn.
Vetur.
Kalinn, gengur hugsandi
um dalinn.
Inn að beini, útlit svart.
Alvarlega þenkjandi
þann daginn.
Köld er nóttin, frostið hart.
Hikar, fer svo gangandi
inn veginn.
Vindur bítur andlit í.
Fundinn er svo liggjandi
við bæinn.
Vetur.