Nornavísur
í myrku tómi
glundra gjall
norna vísur kveða
spinna vef í gyltann karl
örlög þín og vera
hviss og hvá
hver hér má
varla milli heyra
legðu aftur þína sál
galdra skollur skeðja
hvert þitt spor
ei spyrja má
hrakin aftur kveða
hversu mikið vera má
von á hvern að steðja
skildu hér
skilið við
gakk á bratt og hverfa
best er ekki betur gert
skildu af frá vilja
Líf þitt tómt
sem vera ber
ekki allt sem á
stærsta vonar gnípa sér
sumt sem ekki sjá
hvá því ei því þér má
miklu máli vera
að liggja hlustir við og ljá
því vængi vísan
skal þér kveða
glundra gjall
norna vísur kveða
spinna vef í gyltann karl
örlög þín og vera
hviss og hvá
hver hér má
varla milli heyra
legðu aftur þína sál
galdra skollur skeðja
hvert þitt spor
ei spyrja má
hrakin aftur kveða
hversu mikið vera má
von á hvern að steðja
skildu hér
skilið við
gakk á bratt og hverfa
best er ekki betur gert
skildu af frá vilja
Líf þitt tómt
sem vera ber
ekki allt sem á
stærsta vonar gnípa sér
sumt sem ekki sjá
hvá því ei því þér má
miklu máli vera
að liggja hlustir við og ljá
því vængi vísan
skal þér kveða
hviss = hljóðgervingur um hvæs (kattar, manns o.s.frv.), ískur eða blástur (t.d. frá skautum, í katli), þyt og hvin (t.d. vinds eða frá ljá).
hvá = Segja hvað eða ha þegar maður heyrir ekki eða skilur ekki til að fá viðmælandann til að endurtaka síðustu orð sín.
skollur = (fornt/úrelt) svik, tál.
skeðja = (fornt/úrelt) skemma, skaða.
steðja = yfirvofandi, væntanlegt (t.d. steðja að).
hvá = Segja hvað eða ha þegar maður heyrir ekki eða skilur ekki til að fá viðmælandann til að endurtaka síðustu orð sín.
skollur = (fornt/úrelt) svik, tál.
skeðja = (fornt/úrelt) skemma, skaða.
steðja = yfirvofandi, væntanlegt (t.d. steðja að).