

Um veröld alla og opinn sæ
á öllum leiðum mínum.
Er ekkert sem ég ekki fæ
úr fjalladalasýnum.
Í grjóti og urð og grænum dal
hjá gömlum skriðuföllum.
Er ég undir drottins sólar sal
í silfurbjörtum höllum.
Og innst í hjarta og efst við sel
eru andar á sveimi.
Sem enginn þekkir - þó allir vel
úr undarlegum heimi.
á öllum leiðum mínum.
Er ekkert sem ég ekki fæ
úr fjalladalasýnum.
Í grjóti og urð og grænum dal
hjá gömlum skriðuföllum.
Er ég undir drottins sólar sal
í silfurbjörtum höllum.
Og innst í hjarta og efst við sel
eru andar á sveimi.
Sem enginn þekkir - þó allir vel
úr undarlegum heimi.