Aðventa.
Ég leitaði í fold og flæðum
að fornu heimsins veldi.
En fann í fátæklegum klæðum
förumann hjá eldi.
Hann sagðist þekkja trú og trega
tómleika og lesti.
Og í sér bera einmanalega
alla mannsins bresti.
Í tali var hann meir en mikill
mæddur heimsins syndum.
Í fasi bar hann falinn lykil
að framandlegum lindum.
Sagði för bera margt er meiðir
mannskæðar grynningar.
Ég sækir menn í skip um leiðir
sorgir og minningar.
Hann kvaddi mig og hélt að hliði
að hitta krossfestan mann.
Sagði það vandaverk er biði
vekja og sigla með hann.
að fornu heimsins veldi.
En fann í fátæklegum klæðum
förumann hjá eldi.
Hann sagðist þekkja trú og trega
tómleika og lesti.
Og í sér bera einmanalega
alla mannsins bresti.
Í tali var hann meir en mikill
mæddur heimsins syndum.
Í fasi bar hann falinn lykil
að framandlegum lindum.
Sagði för bera margt er meiðir
mannskæðar grynningar.
Ég sækir menn í skip um leiðir
sorgir og minningar.
Hann kvaddi mig og hélt að hliði
að hitta krossfestan mann.
Sagði það vandaverk er biði
vekja og sigla með hann.