Vetursonnettan sú fyrsta og ítalska
Þá syng ég nú og spila á landið væna
Með gráa lokka en sumarljós í hjarta
og bið þér fyrir veturtíðin bjarta
græt, skæli og vola og geng til bæna

Raula í bryggju með sjónum bláa græna
veltist í dansi barna minna tæru
Haustvindar, laufin og hin mín kæru
Kyrji til þín kulnaða heita ástin fjarræna

Þú flaugst inn og fórst með spörfuglum sætu
og hreifst með mína nýskínandi vonarglætu
er þú gafst mér með sunnubrosi í vor.

Í sorg ég sendi nú mína sonnettu á eftir þér
og stend mig að voli og væli á bryggjunni hér
veturinn vaknar og ég syng áfram mitt faðirvor.  
Fríða Ísberg
1992 - ...


Ljóð eftir Fríðu Ísberg

Vetursonnettan sú fyrsta og ítalska
Samúð (Skjóllaus)