Kreppt jól
Brátt Jólasveinar til byggða fjúka.
Bera gjafir handa öllum sem á Íslandi húka.
Allir fá eitthvað bæði bláir og rauðir.
Eiginlega allir sem ekki eru dauðir.

Geir H. Haarde, Davíð, Lárus og Grjóni.
Gjaldeyrissjóður, Skilanefndir og KSÍ Dóni.
Útrásarvíkingar í eignum illafengnum og rændum,
en það stefnir í uppgrip hjá kartöflubændum.

Með fiðring í maga ég hengi upp sokk.
Mig dreymir um kerti og spilastokk.
Ég sef ekki hót, nóttina dregur á langinn
og loks þegar birtir ég hleyp út á ganginn.
Af sokknum ég leita, bæði vel og lengi.
En honum hefur verið rænt af erlendu glæpagengi.
 
Þórður Hans
1992 - ...
Óður til jólanna 2009


Ljóð eftir Þórð Hans

Kreppt jól