frá Hadesarheimum
Undurlétt á fæti opnar dyr,
gengur í bæinn.
Kápan blaut, regnið malar
seiðandi tónum
og ýtir undir
hinar myrku hvatir.
Bölvað, viltu drekka, vín?
Vargur á klettasyllu
stofunnar situr.
Rauðar varir dæsa
eldrauðar
augnaráðið skerst inn að beini
vargurinn, konungur í ríki sínu,
skelfur
- Taktu mig út í dimma nóttina,
dönsum,
drottning undirheimanna.
gengur í bæinn.
Kápan blaut, regnið malar
seiðandi tónum
og ýtir undir
hinar myrku hvatir.
Bölvað, viltu drekka, vín?
Vargur á klettasyllu
stofunnar situr.
Rauðar varir dæsa
eldrauðar
augnaráðið skerst inn að beini
vargurinn, konungur í ríki sínu,
skelfur
- Taktu mig út í dimma nóttina,
dönsum,
drottning undirheimanna.