Reykjavíkurblús
Reykjavík, Ó Reykjavík
Í rigningu og roki
reika ég eftir rennblautu
götum þínum
með iPodinn í eyrunum.
- og fýla grágrýtislögin.

Reykjavík, Ó Reykjavík
Í slabbi og slyddu
stappa ég í stígvélum
á strætum þínum
með öskju undir armi
og aðra eldri undir fótum.

Reykjavík Ó Reykjavík
Í frosti og funa
Sé ég hraun þitt renna
Fyrir fimmþúsund árum
Úr Bláfjöllum í stórsvigi
Og steypast í Elliðavog

Reykjavík Ó Reykjavík
Á víkinga vori
Hugsa ég um Ingó
Og súlurnar, öndvegissúlurnar
Hugsa ég um Viðey
Og nýju súluna- friðasúluna.

Reykjavík Ó Reykjavík
Í blíðu og stríðu
Stend ég með þér og á þér
Rótföst og reikul
Í gleði og sorg
Ó borg mín borg.
 
svaher
1991 - ...


Ljóð eftir svaher

Reykjavíkurblús