Aðfangadagskvöld
Kertaljósin loga undurbjart
og ljúfum geislum varpa - hvílíkt skart!
En eitthvað þungt er hér, sem hrjáir mig;
ég hef allt sem ég þrái - nema þig.

Þótt alheimsauð ég fengið gæti' að gjöf
og gullnu fleyi siglt um vötn og höf
er heitust jólaósk mín ávallt sú
að einhvers staðar nærri mér sért þú.  
Púki


Ljóð eftir Púka

Hugarangur ferskeytlusmiðsins
Ég er...
Aðfangadagskvöld