Ég geng.
Ég geng um götu mína
gleymi mér við prjál.
En greini gneista þína
gegnum mína sál.
Ég geng um vegi vina
en veigra mér um það.
Að yrða á alla hina
sem eiga enga að.
Ég gleðst á hátíð glaður
gleymi stund og stað.
En til er einn sá staður
er Kristur grét og bað.
Að tekið af sér yrði
allt sem krossinn er.
Og bak hans heimsins byrði
hann bað um ljós hjá sér.
gleymi mér við prjál.
En greini gneista þína
gegnum mína sál.
Ég geng um vegi vina
en veigra mér um það.
Að yrða á alla hina
sem eiga enga að.
Ég gleðst á hátíð glaður
gleymi stund og stað.
En til er einn sá staður
er Kristur grét og bað.
Að tekið af sér yrði
allt sem krossinn er.
Og bak hans heimsins byrði
hann bað um ljós hjá sér.