Kerling og Frúin
Ég skal sko kerlingu ríða
frúin hún skal bara biða
hamast má hið ljóta veður
en tekur grip í leður

Kerlinguna yfir frúnna ég skipa
ei skal ég á draugskipi sitja
móðir vora okkur kallar heim
svo ég gríp dauðans teym

Köld er hún frúin fríða
ekkert er að biðj'ana blíða
bræður við herrann vor semja
herrans eið ég mun sverja

Mér höndina hann dauði réttir
ei mun ég ganga vítis stéttir
en hjálp hans ég neita
því til herrans ég leita

Frúin gengur í kerlingar skrokk
en kerlingin er segin flott
við hjónin erum barinn særð
en hún frúin mörgum lærð

Göngur þeirra látna ég óttast
á kerlingu þeim frá flóttast
er þeir upp koma frá
með þeim kemur aldan há

Bræður mínir frá borðum falla
til þeirra ég óskum kalla
öskur þeirra við hlátur lenda
og blessun ég mun senda

en hafa þrjú haust liðin
maður sem stendur við hliðin
er stefndi til himna stranda
en ég stóð til þeirra handa
 
Beggó
1989 - ...
Skipstóri siglir skipi sínu í gegnum heljarinnar óveður


Ljóð eftir Beggó

Kerling og Frúin