

Ekki hafa hátt
er hjartað grætur.
Myrkrið hefur mátt
og meinið rætur.
Ekki svíkja ást
er situr heima.
Skuggarnir sjást
er sorgir dreyma.
Ekki ganga ein
á eyðisandi.
Situr við stein
særður andi.
Hér sukku skip
í söndum gljúpum.
Grimm eru grip
úr grænum djúpum.
Ekki hafa hátt
við hafsins rætur.
Þar er engin sátt
og andinn grætur.
Kveikjum eld
á úthafs ströndum.
Hann kemur í kveld
kalinn á höndum.
er hjartað grætur.
Myrkrið hefur mátt
og meinið rætur.
Ekki svíkja ást
er situr heima.
Skuggarnir sjást
er sorgir dreyma.
Ekki ganga ein
á eyðisandi.
Situr við stein
særður andi.
Hér sukku skip
í söndum gljúpum.
Grimm eru grip
úr grænum djúpum.
Ekki hafa hátt
við hafsins rætur.
Þar er engin sátt
og andinn grætur.
Kveikjum eld
á úthafs ströndum.
Hann kemur í kveld
kalinn á höndum.