Gráir fingur og barinn
Í höndinni hvílir glas
af hægdrepandi aurum
örvæntingafult kassa bras
hjá nokkrum gaurum

Þeir sitja og stinga
tímunum saman,ég efast um
að þetta sé lengur gaman

Stungið og stungið, beðið eftir hljóði
glösin að tæmast,menn bíða eftir sjóði
menn snúa aftur með seðilinn græna
manskínan aftur vill gráu fingurna ræna

Gráir fingur eru farnir að þreytast
brasið við kassann,með hægdrepandi aurum
tómt er glas á morgunn skal það breytast
er þetta óskin hjá þessum gaurum.

Í höndinni hvílir glas
hjá gaurnum við barinn
á hverju kvöldi bjóra bras
hann starir í spilasalinn.

Einmanna situr og starir hér inn
einmanna gaurinn við barinn
mikið er hann kvalinn auminginn
ætli hann sé illa farinn.











 
Stefán Óli
1972 - ...


Ljóð eftir Stefán

Standið upp,setjist niður !
Gráir fingur og barinn