Morgunandakt Svarra
-Hvað sér sér vesælla-
Börnin eru brytjuð bak við tjöldin,
borguð býsnin öll í verkagjöldin,
,,Útrásarvíkingar” angraðir lítt,
ekki talin henta þar fórnin,
en ég vil skera skálka frítt,
skýli mér ríkisstjórnin.
Himnaríkið held sé grís
er hrottar lífi týna.
Hópast munu til Helvítis
að hitta vini sína.
Þó andi kalt um okkar hag
og óhróp séu á torgum
ég ætla að gera mér glaðan dag
og gleyma heimsins sorgun.
Börnin eru brytjuð bak við tjöldin,
borguð býsnin öll í verkagjöldin,
,,Útrásarvíkingar” angraðir lítt,
ekki talin henta þar fórnin,
en ég vil skera skálka frítt,
skýli mér ríkisstjórnin.
Himnaríkið held sé grís
er hrottar lífi týna.
Hópast munu til Helvítis
að hitta vini sína.
Þó andi kalt um okkar hag
og óhróp séu á torgum
ég ætla að gera mér glaðan dag
og gleyma heimsins sorgun.
Ort 21.2.10