Ég sjálf
Ég er eins og ég er,
því er ekki að neita.
Ég vil vera ánægð ber,
og kynþokka mínum beita.

Enginn er eins í heimi,
þökkum Guð fyrir það.
Enginn er í betra teymi,
sem sýnir hver er hvað.

Grannur eða mjór,
hvort er meiri sagt.
Sá er sljór,
sem vill það aðra á lagt.

Betri vil ég vera,
en það er rangt.
Þá byrgði vil ég bera,
því lífið er ekki langt.

Ég, moi, me,
segi ég með tár á brá.
Ég segi því,
allir eru fallegir innan frá.  
Gunnhildur Þórðardóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Gunnhildi Þórðardóttur

Nýtt líf
Ég sjálf