í minni mínu
vers eitt:
Ég man þegar missir varð mér raunverulegur en
hafði haft lítið vit á hvað dauðinn hann getur gert.
Ég var á mínum fyrstu árum á skólabekk
Saklaus drengur og gleðin inní mér var óskapleg
Hafði ekki lesið Laxness og föðurmissir var fjarri mér
Sá einn pjakk rífast við stelpu, fóstrurnar sögðu honum haga sér
Og ég veit ekki hvort að hjartað hennar sló
Þegar hann sagði að það væri gott á hana að pabbi hennar dó
Ég man hvernig hún grét
Ég stóð skammt undan en ég faldi mig samt vel
Ef það hefði verið ég í hennar líkama og sporum
Hefði ég tekið lífið mitt á morgun eða reynt að flýja frá þessum orðum
Því stingurinn í maganum er ég heyrði þau
var á við sjö rýtinga á önglinum á veiðistöng.
Og veiðimaðurinn rykkti, mér fannst hún ekki eiga þetta skilið
Starði á hana þar til ég var sá seinasti þar inni
Stuttu síðar flutti hún burt.
Og ég fékk aldrei svör við spurningunum sem ég vildi að ég hefði spurt
En ekki leið á löngu þar til ég mætti henni á ný
Og heyrði henni lýst sem dræsu eða eitthvað slíkt
Ég reiddist, því enginn gat séð hana eins og ég sá hana
Þeir sögðu hana ódýra, sífellt slefandi upp í strákana.
Og raun bar kannski vitni, því hún lagði fyrir mig gestaþraut,
Og sýndi mér brjóstin sín en ég starði bara í gegnum þau
Og sá hjartað sem hökti og reyndi að slá þarna um árið
... Hún hafði greinilega sett plástur á sárið
korus::
Þú dvelur í minni, mínu
alla daga
þar munt þú flögra frjáls.
Máttinn ég finn í, fingrum
hann hefur leitt þig
beint að minni sál.
vers tvö:
Ég man þegar ég lærði hve hverfult lífið er
Skelfilegt finnst mér, því ég þekki slíkt svo vel
Ég man að tréin réttu úr sér eftir órólega nótt.
Og yfir hverri frumeind var svo óþarflega hljótt
Ég man eftir fylgisveinum harmsins
Þegar ég kvaddi kærleikann sem fylgdi einum manni
Hann var ávallt sneisafullur af einlægni
Og bar með með sér heimsins bestu heilræði
Fylgdist með hverri stund, þrátt fyrir þreytu undir augunum
Því við vorum kumpánar og heilsuðumst á göngunum
Hann heyrir þetta lag og hann hlær vonandi
Því allir sem þekktu hann vita að hann er skælbrosandi
... og jafnvel dansandi af gleði
Ég legg hjarta mitt að veði, að þrátt fyrir allt það sem að skeði
þá honum líður vel og upplifir sig
í miðju hreinnar orku sem snýst um fullkominn frið.
Hann var eltur af svarta hundinum, ég heyrði af honum hlaup' af stað
En engu að síður kom ég bara engan veginn auga á hann
né að gráa skýið legi kringum hausinn hans
Það hefur eitthvað lykkjast burt og leitt hann fram til lausnanna.
Þó að hver maður eigi rétt á leit sinni að hamingju
þá glíma sumir við vegatálma en eiga enga jarðýtu
Þegar ég lít á alla þekkingu ára minna
Sé ég að ég get ekki dæmt ferðalag sálarinnar.
Og ég legg til að við stöndum í þeirri meiningu
Að sama hvað, lifir hann í hjörtum okkar að eilífu.
Ég man þegar missir varð mér raunverulegur en
hafði haft lítið vit á hvað dauðinn hann getur gert.
Ég var á mínum fyrstu árum á skólabekk
Saklaus drengur og gleðin inní mér var óskapleg
Hafði ekki lesið Laxness og föðurmissir var fjarri mér
Sá einn pjakk rífast við stelpu, fóstrurnar sögðu honum haga sér
Og ég veit ekki hvort að hjartað hennar sló
Þegar hann sagði að það væri gott á hana að pabbi hennar dó
Ég man hvernig hún grét
Ég stóð skammt undan en ég faldi mig samt vel
Ef það hefði verið ég í hennar líkama og sporum
Hefði ég tekið lífið mitt á morgun eða reynt að flýja frá þessum orðum
Því stingurinn í maganum er ég heyrði þau
var á við sjö rýtinga á önglinum á veiðistöng.
Og veiðimaðurinn rykkti, mér fannst hún ekki eiga þetta skilið
Starði á hana þar til ég var sá seinasti þar inni
Stuttu síðar flutti hún burt.
Og ég fékk aldrei svör við spurningunum sem ég vildi að ég hefði spurt
En ekki leið á löngu þar til ég mætti henni á ný
Og heyrði henni lýst sem dræsu eða eitthvað slíkt
Ég reiddist, því enginn gat séð hana eins og ég sá hana
Þeir sögðu hana ódýra, sífellt slefandi upp í strákana.
Og raun bar kannski vitni, því hún lagði fyrir mig gestaþraut,
Og sýndi mér brjóstin sín en ég starði bara í gegnum þau
Og sá hjartað sem hökti og reyndi að slá þarna um árið
... Hún hafði greinilega sett plástur á sárið
korus::
Þú dvelur í minni, mínu
alla daga
þar munt þú flögra frjáls.
Máttinn ég finn í, fingrum
hann hefur leitt þig
beint að minni sál.
vers tvö:
Ég man þegar ég lærði hve hverfult lífið er
Skelfilegt finnst mér, því ég þekki slíkt svo vel
Ég man að tréin réttu úr sér eftir órólega nótt.
Og yfir hverri frumeind var svo óþarflega hljótt
Ég man eftir fylgisveinum harmsins
Þegar ég kvaddi kærleikann sem fylgdi einum manni
Hann var ávallt sneisafullur af einlægni
Og bar með með sér heimsins bestu heilræði
Fylgdist með hverri stund, þrátt fyrir þreytu undir augunum
Því við vorum kumpánar og heilsuðumst á göngunum
Hann heyrir þetta lag og hann hlær vonandi
Því allir sem þekktu hann vita að hann er skælbrosandi
... og jafnvel dansandi af gleði
Ég legg hjarta mitt að veði, að þrátt fyrir allt það sem að skeði
þá honum líður vel og upplifir sig
í miðju hreinnar orku sem snýst um fullkominn frið.
Hann var eltur af svarta hundinum, ég heyrði af honum hlaup' af stað
En engu að síður kom ég bara engan veginn auga á hann
né að gráa skýið legi kringum hausinn hans
Það hefur eitthvað lykkjast burt og leitt hann fram til lausnanna.
Þó að hver maður eigi rétt á leit sinni að hamingju
þá glíma sumir við vegatálma en eiga enga jarðýtu
Þegar ég lít á alla þekkingu ára minna
Sé ég að ég get ekki dæmt ferðalag sálarinnar.
Og ég legg til að við stöndum í þeirri meiningu
Að sama hvað, lifir hann í hjörtum okkar að eilífu.
Fyrri hlutinn fjallar um stelpu sem ég þekkti á grunnskólaaldri. Hún missti pabba sinn og upplifði ég missi í fyrsta skipti í gegnum hana. Þetta sat í mér í a.m.k. áratug. Ég heyrði af henni síðar og leist mér ekki á hvernig var talað um hana. Ég velti því ávallt fyrir mér hvort hún hefði reynt að bæta upp missinn (sbr. „plástur á sárið“) með samböndum sínum.
Síðara erindið fjallar um fráfall mikils meistara. Í síðara erindinu vildi ég einhvernveginn halda minningu hans á lofti og vera viss um að honum yrði ekki auðveldlega gleymt.
Síðara erindið fjallar um fráfall mikils meistara. Í síðara erindinu vildi ég einhvernveginn halda minningu hans á lofti og vera viss um að honum yrði ekki auðveldlega gleymt.