Hljómar.
Hún gekk um garðinn og söng
með gítar í höndum sér.
Seiðandi ljóð síðkveldin löng
ég settist og gleymdi mér.
Ljóð hennar var bjart og blítt
ég beið í skugganum einn.
Allt svo undarlega nýtt
því ég var hinn ungi sveinn.
Hún brosti blíðust til mín
bað mig að ganga að sér.
Og hvíslaði er dagur dvín
mun ég dvelja hjá þér.
Því ég er eina ástin þín
og aldrei yfirgef þig.
Ljóð mitt er lofgjörðin mín
til lífsins sem nærir mig.
Ég gef þér allt sem ég á
því ég er hinn djúpa lind.
Uppspretta sem allir þrá
ástin er sáir í vind.
með gítar í höndum sér.
Seiðandi ljóð síðkveldin löng
ég settist og gleymdi mér.
Ljóð hennar var bjart og blítt
ég beið í skugganum einn.
Allt svo undarlega nýtt
því ég var hinn ungi sveinn.
Hún brosti blíðust til mín
bað mig að ganga að sér.
Og hvíslaði er dagur dvín
mun ég dvelja hjá þér.
Því ég er eina ástin þín
og aldrei yfirgef þig.
Ljóð mitt er lofgjörðin mín
til lífsins sem nærir mig.
Ég gef þér allt sem ég á
því ég er hinn djúpa lind.
Uppspretta sem allir þrá
ástin er sáir í vind.