

Hef í tvísýnu tekið á móti
tárum og gleði og lífi nýju.
Og lotið niður að gömlu grjóti
grátið yfir sorgum og hlýju.
Heyrt klukkurnar kalla til farar
kalinn í hjarta og tapað með tárum.
Ég er sá er vakir og varar
vafinn sögnum þeirra og sárum.
Ég hef gengið í myrkri móður
séð mæður gráta síðustu sporin.
Og ganga í gamalt rjóður
sem grænkar aldrei aftur á vorin.
tárum og gleði og lífi nýju.
Og lotið niður að gömlu grjóti
grátið yfir sorgum og hlýju.
Heyrt klukkurnar kalla til farar
kalinn í hjarta og tapað með tárum.
Ég er sá er vakir og varar
vafinn sögnum þeirra og sárum.
Ég hef gengið í myrkri móður
séð mæður gráta síðustu sporin.
Og ganga í gamalt rjóður
sem grænkar aldrei aftur á vorin.