flug frá New York
Það síðasta að sjá
er hvítt ský í mynd
risavaxins manns. Hann liggur
á bakinu með hendur á brjósti
og svífur yfir borgina
glitrandi og skjálfandi fjársjóð
ljósa. Hvítur líkami
einn á mjög hægu flugi
Hreinleiki veltur
bersýnilega á fjarlægð, hugsa ég
andartaki áður en
vélin fer að hristast
augnabliki áður en
flugstjórinn viðurkennir að hann
hafi enga stjórn
og sekúndubroti áður en
umræðan um dauðann hefst  
Sindri Freysson
1970 - ...
Úr bókinni Harði kjarninn.
Forlagið, 1999.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sindra Freysson

fegurst ertu á morgnana
flug frá New York