Litlir stráka
Strákar sig fela í stelpum flóttans
Fallnir svartir englar í viðjum óttans
Munnur rósar mætir skolti
Meydóm rífur,rænir stolti
Setið í svarta leður stólnum
Svitin rennur, við aldrei kólnum
Tíminn er afstæður, annara vandi
Eitur fíkill með annan í bandi
Naktar dætur, nálar ganga
Nauð að þurfa ánþess að langa
Svitinn oná spegil drýpur
Sogið, meðan annar sýpur
Myrkur úti, myrkur inni
Martröð að vera í eiginn skinni
Finna hvernig fyrring slítur
Fölur orðinn, næstum hvítur
Efnin virka ekki lengur
Aftur orðinn lítill drengur
Vilja hætta, vilja fara
Vita ekki, afþví bara
Vera hræddur, verða óður
Vonlaus kom úr skauti móður
Rétta hendi, hjálpar leita
Nei heldur fá sé eina feita
Reyna að sofa, róa taugar
Ræfill með tárum svæfil laugar
Byrtast þér í draumi draugar
Dauðans opnast haugar.
 
Bjarni Tryggva
1963 - ...


Ljóð eftir Bjarna Tryggvasyni




Blóð og vinir!
Í myrkrinu!

Í dimmum dal