Djúpið.
Nú vindarnir blása í vestur
þar sem vorið við himininn ber.
Í vestfirsku fjöllunum brestur
því firðirnir bíða eftir mér.
Í sorta og storminum yfir
standbjörgin kalla til mín.
Og brennandi leiftrið sem lifir
leiðir mig ennþá til þín.
Við Djúpið er dagurinn bjartur
en drottnandi stendur þar vörð.
Riturinn svalur og svartur
er skimar um hafdjúpin hörð.
Úr hömrunum heyrist þar grátur
er hafaldan brotnar við hlein.
Áður var ljósið við látur
nú logar þar minningin ein.
En heima beið vinur í vonum
og vakti um niðdimma nótt.
Er sorgirnar sigldu að honum
með sárin af hafinu hljótt.
þar sem vorið við himininn ber.
Í vestfirsku fjöllunum brestur
því firðirnir bíða eftir mér.
Í sorta og storminum yfir
standbjörgin kalla til mín.
Og brennandi leiftrið sem lifir
leiðir mig ennþá til þín.
Við Djúpið er dagurinn bjartur
en drottnandi stendur þar vörð.
Riturinn svalur og svartur
er skimar um hafdjúpin hörð.
Úr hömrunum heyrist þar grátur
er hafaldan brotnar við hlein.
Áður var ljósið við látur
nú logar þar minningin ein.
En heima beið vinur í vonum
og vakti um niðdimma nótt.
Er sorgirnar sigldu að honum
með sárin af hafinu hljótt.