

Skýjabólstrarnir breiða
og dylja.
Það sem guðirnir geyma
og hylja.
Þegar skuggarnir sveima
á kveldin.
Þegar dagarnir deyja
við eldinn.
Þegar vonirnar sindra
og soga.
Þegar bænirnar brenna
og loga.
Þá merlar á minningarnar
og árin.
Á dökkvann og draumana
og árin.
Því ylur æsku ára
er sætur.
Ef á sér föður og móður
og rætur.
og dylja.
Það sem guðirnir geyma
og hylja.
Þegar skuggarnir sveima
á kveldin.
Þegar dagarnir deyja
við eldinn.
Þegar vonirnar sindra
og soga.
Þegar bænirnar brenna
og loga.
Þá merlar á minningarnar
og árin.
Á dökkvann og draumana
og árin.
Því ylur æsku ára
er sætur.
Ef á sér föður og móður
og rætur.