Úr alfaraleið.
Þú gekkst þinn veg úr alfaraleið
og endaðir á gömlu eiði.
Þangað er stígurinn þungur í reið
í þoku á snjóbrattri heiði.
Hendur þínar voru svartar í sól
þú sóttir í dimmu og nepju.
Samt komu af himnum hin hvítu jól
og hanska á fingur þína létu.
Enginn sá þín ör og banasár
allar vonir þínar bjartar.
Þá brenndu hanskann blóðug tár
og bænir þínar urðu svartar.
og endaðir á gömlu eiði.
Þangað er stígurinn þungur í reið
í þoku á snjóbrattri heiði.
Hendur þínar voru svartar í sól
þú sóttir í dimmu og nepju.
Samt komu af himnum hin hvítu jól
og hanska á fingur þína létu.
Enginn sá þín ör og banasár
allar vonir þínar bjartar.
Þá brenndu hanskann blóðug tár
og bænir þínar urðu svartar.