

Ég á dýrð í dagsins funa
dul í ölduföllum.
Ég á stormana stríðu
syndina blíðu.
Ég á eldheitan anda
og ólgurætur.
Ég á bálið sem brennur
blóm sem grætur.
Ég á sakir og sektir
og seiðandi loga.
Ég á söknuð og sárin
og sólskinsárin.
Ég á gleði og glettni
og gamla vinaslóð.
Ég á drottins daga
drauma sem fara
dul í ölduföllum.
Ég á stormana stríðu
syndina blíðu.
Ég á eldheitan anda
og ólgurætur.
Ég á bálið sem brennur
blóm sem grætur.
Ég á sakir og sektir
og seiðandi loga.
Ég á söknuð og sárin
og sólskinsárin.
Ég á gleði og glettni
og gamla vinaslóð.
Ég á drottins daga
drauma sem fara