

svartar rósir vafðar í krans
af fingrum örlaganna
sem þau rétta björtum sálum
og slökkva ljósin.
og sólin skein svo skært, svo skært í dag
en í innsta hringnum er nú myrkur
því fingur örlaganna
spunnu þér annan vef en öðrum
- þó þú sért umvafin ljósi,
þá eftir sitja hinir.
er það undarlegt að ég syrgi
þegar ég þekkti þig ekki
en var snortin af því sem ég sá í þér?
ég vildi óska að tilefnið væri annað.
ég gef þér þetta ljóð.
af fingrum örlaganna
sem þau rétta björtum sálum
og slökkva ljósin.
og sólin skein svo skært, svo skært í dag
en í innsta hringnum er nú myrkur
því fingur örlaganna
spunnu þér annan vef en öðrum
- þó þú sért umvafin ljósi,
þá eftir sitja hinir.
er það undarlegt að ég syrgi
þegar ég þekkti þig ekki
en var snortin af því sem ég sá í þér?
ég vildi óska að tilefnið væri annað.
ég gef þér þetta ljóð.
12.júlí 2010 kl. 00:54