Norrænn andi.
Ég á norrænan anda
við úthafs strendur.
Þekki sæbarða sanda
og suðrænar lendur.
Skip mín kopa af kala
kalt er við núpa.
Vakin af vetrardvala
voginum lúta.
Ég á eiða og ættir
í ögrum og víkum.
Á sæmndir og sættir
í stórmennum ríkum.
Ég sigli til strandhöggva
skip mín hræðast allir.
Og draumar mínir döggva
dauðra manna hallir.
Ég átti lifsins lukku
leysti afl úr böndum.
En skip mín sukku
seglum þöndum.
við úthafs strendur.
Þekki sæbarða sanda
og suðrænar lendur.
Skip mín kopa af kala
kalt er við núpa.
Vakin af vetrardvala
voginum lúta.
Ég á eiða og ættir
í ögrum og víkum.
Á sæmndir og sættir
í stórmennum ríkum.
Ég sigli til strandhöggva
skip mín hræðast allir.
Og draumar mínir döggva
dauðra manna hallir.
Ég átti lifsins lukku
leysti afl úr böndum.
En skip mín sukku
seglum þöndum.