Og náttúran tjáði sig...
Þegar typpið mitt hóf upp raust sína í fyrsta sinn fór konan frá mér ásamt börnunum - en gagnrýnendur vöknuðu af værum blundi:

Aldrei hef ég heyrt jafn fagurlega ort um lífið og fjöllin í þessu hrjóstuga landi, sagði einn þeirra.

Nú gráta guðirnir ábyggilega, sagði annar og lyfti höndum til himins. Fortíðin er komin aftur, hélt hann áfram, en nú með nýja rödd.

Sjálfur sagði ég ekkert.

Þetta kom að neðan. Þú veist…

Hvötin úr klofinu píndi mig áfram og…

Þögull leysti ég beltisólina og sleppti buxunum.

Það ómaði í salnum þegar sylgjan small í gólfið.

Og þettaþarna tjáði sig um fjöllin og guð.

Ég líð upp í skýin af nautn, hrópaði einn til og stóð á fætur. Ég svíf…ég svíf! Hvílík ánægja!

Hann blakaði höndunum og hljóp út úr salnum.

Ég sagði ekkert, en lokaði augunum og ímyndaði mér að ég stæði á grasbala milli grárra hraundranga fjarri mannabyggðum ásamt konu minni og börnum...
 
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
1971 - ...


Ljóð eftir Jón

Og náttúran tjáði sig...