Gamall staður.
Bryggjur drjúpa höfði
og blessuð húsin
brosa gegnum tárin.
Héðan þeir sóttu
um haust og vetur
á hafið gegnum árin.
Og göturnar segja
frá gömlum dögum
og gráti barna.
Er bátarnir fórust
í bláum djúpum
og bliki stjarna.
Húmið að mér læðist
og hvíslar; gráttu
hér var áður kraftur.
Og kaldar öldurnar
kalla glaðar;
kondu vinur aftur aftur.
og blessuð húsin
brosa gegnum tárin.
Héðan þeir sóttu
um haust og vetur
á hafið gegnum árin.
Og göturnar segja
frá gömlum dögum
og gráti barna.
Er bátarnir fórust
í bláum djúpum
og bliki stjarna.
Húmið að mér læðist
og hvíslar; gráttu
hér var áður kraftur.
Og kaldar öldurnar
kalla glaðar;
kondu vinur aftur aftur.