

Ég þrái návist þína
þótt liðin séu ár.
Og grónar götur skína
í gegnum bros og tár.
Þú fargi þungu feyktir
og fönnin hvarf þá öll.
Á kyndli þínum kveiktir
og kot mitt varð að höll.
Og heiminum ég hleypti
á harðaspretti inn.
Og fyrri fjötrum steypti
og fann að ég var þinn.
Þótt ferðalúinn fari
um fjöllin reginhá.
Og út á öldur stari
ég elska þig að sjá.
Er kveðju skýin synda
og safnast um himininn.
Þá fer ég faðir vinda
í fúinn kofann minn.
þótt liðin séu ár.
Og grónar götur skína
í gegnum bros og tár.
Þú fargi þungu feyktir
og fönnin hvarf þá öll.
Á kyndli þínum kveiktir
og kot mitt varð að höll.
Og heiminum ég hleypti
á harðaspretti inn.
Og fyrri fjötrum steypti
og fann að ég var þinn.
Þótt ferðalúinn fari
um fjöllin reginhá.
Og út á öldur stari
ég elska þig að sjá.
Er kveðju skýin synda
og safnast um himininn.
Þá fer ég faðir vinda
í fúinn kofann minn.