Engill dauðans.
Ég halla dyrum og geng að gluggum
geigur að mér líður.
Er það hann í kvöldsins svölu skuggum
svörtum hesti ríður ?
Ég heyri skelli og hófatökin
himininn er rauður.
Heimreiðin hvít eins og brúðar lökin
en hnakkurinn auður.
Ég opna augun því klukkur kalla
kaldan snjóinn skefur.
Engill dauðans er úti að svalla
meðan guð hans sefur.
geigur að mér líður.
Er það hann í kvöldsins svölu skuggum
svörtum hesti ríður ?
Ég heyri skelli og hófatökin
himininn er rauður.
Heimreiðin hvít eins og brúðar lökin
en hnakkurinn auður.
Ég opna augun því klukkur kalla
kaldan snjóinn skefur.
Engill dauðans er úti að svalla
meðan guð hans sefur.