Sljór
Glóðin kviknar í öskunni.

Eins og ský sem rekur
fyrir stjörnubjartan himin
drukkna áhyggjurnar og
kuldinn og sárin fyllast af vaxi.
Tíran frá sígarettunni rennur
saman við appelsínugula
umferðina og mér fer að líða
eins og ljósastaur.

Nakin hneta í frosnu beði.

Þessi sem maður sparkar í.

Loks kulnar neistinn og ég sit
eftir með öskuna í kjöltunni.
Það rofar til og meðvitund
hellist aftur yfir mig eins og
höfgi, ofbirta í augun.  
Þórhallur
1990 - ...


Ljóð eftir Þórhall

Sljór
Bömmer
Ljóð af tilefni