Á stofugangi.
Stofa fimm.
Guð tekur og gefur
grenjandi hríð og stormur í nótt.
Hann stynur en sefur
á stofu fimm er annars kyrrt og hljótt.
Andinn óþolinmóði
með undarlegt blik en gamall og forn.
Andar að í hljóði
af ökrum sorga uppsker hann sín korn.
Er klukkan slær fimm er nóttin dimm.
Stofa níu.
Dimmgrár dagur líður
dansa skuggar í undarlegu mynstri.
Frostrós fellur og hnígur
fótartak berst að rúmi lengst til vinstri.
Yfir andliti þyngt
um ennið er kaldri hendi strokið.
Hvellandi bjöllum hringt
hljóðlátum stofugangi er lokið.
Klukkan níu fer að birta að nýju.
Guð tekur og gefur
grenjandi hríð og stormur í nótt.
Hann stynur en sefur
á stofu fimm er annars kyrrt og hljótt.
Andinn óþolinmóði
með undarlegt blik en gamall og forn.
Andar að í hljóði
af ökrum sorga uppsker hann sín korn.
Er klukkan slær fimm er nóttin dimm.
Stofa níu.
Dimmgrár dagur líður
dansa skuggar í undarlegu mynstri.
Frostrós fellur og hnígur
fótartak berst að rúmi lengst til vinstri.
Yfir andliti þyngt
um ennið er kaldri hendi strokið.
Hvellandi bjöllum hringt
hljóðlátum stofugangi er lokið.
Klukkan níu fer að birta að nýju.