Viltu svífa inn í svefninn
Viltu svífa inn í svefninn,
svo að komist þú í draumaheim.
Leggðu aftur litlu augun þín
ljúfan mín.
Guð á himnum þig geymir
og gefur þér góða nótt.
Hann í návist þig nærir
við næturhúm.
Þú líður um draumaheim,
dansar um dulin geim.
Njóttu draumsins dýrðlega
uns dagur nýr rís.
Svo að morgni, þú vaknar
í vöggu og valsar um.
Eftir dásemdardrauminn,
heilsar dagur þér.
svo að komist þú í draumaheim.
Leggðu aftur litlu augun þín
ljúfan mín.
Guð á himnum þig geymir
og gefur þér góða nótt.
Hann í návist þig nærir
við næturhúm.
Þú líður um draumaheim,
dansar um dulin geim.
Njóttu draumsins dýrðlega
uns dagur nýr rís.
Svo að morgni, þú vaknar
í vöggu og valsar um.
Eftir dásemdardrauminn,
heilsar dagur þér.
Þetta ljóð orti ég á Eyrarbakka, til dóttur minnar þegar hún var 6 mánaða gömul í águst 2008. Einnig varð til lítið lag.