Hafnarstúdent.
Fögur voru ferðaheitin
í fjörunni við háan núp.
Með kossi kvaddi sveitin
í kuldanum við Grænudjúp.
Og fjöllin krýndust hvítum hjúp.
Enn er í mér gamall geigur
að ganga einn um þessa jörð.
Maðurinn er fæddur feigur
ferðalokin mörgum hörð.
Við leiddust ein um gil og skörð.
Þeirra bíða langar leiðir
er lyfta sér með vængjatak.
Stundum er það sorg sem breiðir
sjal á Íslands þreytta bak.
Glitrar stjarna við gamalt þak.
Sárt er að sjá eftir börnum
sendibréfin ljóðum skreytt.
Fegurð er í föllnum stjörnum
fræ sem aldrei urðu neitt.
Guð hafði gjöfum sínum eytt.
í fjörunni við háan núp.
Með kossi kvaddi sveitin
í kuldanum við Grænudjúp.
Og fjöllin krýndust hvítum hjúp.
Enn er í mér gamall geigur
að ganga einn um þessa jörð.
Maðurinn er fæddur feigur
ferðalokin mörgum hörð.
Við leiddust ein um gil og skörð.
Þeirra bíða langar leiðir
er lyfta sér með vængjatak.
Stundum er það sorg sem breiðir
sjal á Íslands þreytta bak.
Glitrar stjarna við gamalt þak.
Sárt er að sjá eftir börnum
sendibréfin ljóðum skreytt.
Fegurð er í föllnum stjörnum
fræ sem aldrei urðu neitt.
Guð hafði gjöfum sínum eytt.