Draugaljóð
Einn dag, er ég var að fara í skóla,
það var að fara að styttast til jóla.
Þá sá ég draug,
sem út um gluggann flaug.
Ég hljóp inn,
og var örugg um sinn.

Þegar ég var komin í öruggt skjól,
þá heyrði ég hljóð,
sem var einskonar brak,
skammt frá sá ég drauginn,
hvítan eins og lak.
Ég bað um hjálp,
en það trúði mér ei neinn,
ég var orðin sein,
mér leið illa að vera ein.
Ég hélt áfram að leita,
ég vil því ekki neita.
Loksins er sá ég drauginn
hljóp ég í geymsluna inn,
náði svo í háf,
og veiddi drauginn inn.
Nú er komið að lokum um sinn,
vonandi líkaði ykkur lesturinn.








 
Snædís Ósk Jóhannsdóttir
1996 - ...
Eitt að mínum elstu ljóðum


Ljóð eftir Snædísi Ósk Jóhannsdóttur

Draugaljóð