Grótta
Hafið gárar Gróttu við,
golan kítlar kinnar.
Heyri syngja sjávar nið
söngva ástarinnar.
Út við vitann víst ég stóð,
vé mitt eina var það.
Hið eina sanna ástarljóð
úr eigin huga ég kvað;
,,Elskan gráttu með mér gull,
gleðstu með í húmi.
Skulum dansa'og drekka sull
eða djöflast upp í rúmi."
golan kítlar kinnar.
Heyri syngja sjávar nið
söngva ástarinnar.
Út við vitann víst ég stóð,
vé mitt eina var það.
Hið eina sanna ástarljóð
úr eigin huga ég kvað;
,,Elskan gráttu með mér gull,
gleðstu með í húmi.
Skulum dansa'og drekka sull
eða djöflast upp í rúmi."