Veðurfréttirnar
útvarpið malar.
í gömlum sófa í gömlum kofa
sit ég og vil ekki sofa.
eins og tíminn hafi staðnað
á þessum stað.
fjallshlíðin gróin
ég horfi á fjörðinn
út um gluggann
og duggan siglir inn.
vaggar hún létt
eins og ég vagga í hugsunum mínum
þennan sunnudagsmorgunn.
og það toppar ekki neitt
veðurfréttirnar
á Rás eitt.
í gömlum sófa í gömlum kofa
sit ég og vil ekki sofa.
eins og tíminn hafi staðnað
á þessum stað.
fjallshlíðin gróin
ég horfi á fjörðinn
út um gluggann
og duggan siglir inn.
vaggar hún létt
eins og ég vagga í hugsunum mínum
þennan sunnudagsmorgunn.
og það toppar ekki neitt
veðurfréttirnar
á Rás eitt.
Austurland að Glettingi, suðsuðaustan fjórir, súld á síðustu klukkustund. sjóveðurspá, langt vestur af Hvarfi er lægð sem hreyfist hægt í austur. hver elskar þetta ekki?