Túngata 23
úti situr rökkrið
og horfir inn.
ég sit við borðið og borða kóngabrauð
og drekk mjólk úr glasi,
með sprungu sem er eins og draugur;
draugaglasið.
það er uppáhalds glasið mitt -
fyrir utan koparglösin.
mjólkin er svo köld í þeim.
úti situr rökkrið
og horfir inn.
kyrrðin, ilmurinn og hlýjan halda veislu í garðinum
sem er skreyttur öllum mögulegum blómum
og garðálfum - sem voru gjafir.
úti situr rökkrið
og horfir inn.
ég sit á gömlum stól,
hlusta á útvarpið
og hljóðið í klukkunni.
tikk-takk-tikk-takk
Nú verða lesnar veðurfréttir frá Veðurstofu Íslands.
tikk-takk
úti situr rökkrið
og öfundar mig.
og horfir inn.
ég sit við borðið og borða kóngabrauð
og drekk mjólk úr glasi,
með sprungu sem er eins og draugur;
draugaglasið.
það er uppáhalds glasið mitt -
fyrir utan koparglösin.
mjólkin er svo köld í þeim.
úti situr rökkrið
og horfir inn.
kyrrðin, ilmurinn og hlýjan halda veislu í garðinum
sem er skreyttur öllum mögulegum blómum
og garðálfum - sem voru gjafir.
úti situr rökkrið
og horfir inn.
ég sit á gömlum stól,
hlusta á útvarpið
og hljóðið í klukkunni.
tikk-takk-tikk-takk
Nú verða lesnar veðurfréttir frá Veðurstofu Íslands.
tikk-takk
úti situr rökkrið
og öfundar mig.
stundum vekja ákveðin hljóð minningar. þegar ég heyri ákveðið tikk-takk í klukku dett ég í eldhúsið hjá ömmu og afa.
og þar er gott að vera.
og þar er gott að vera.