Hugurinn reikar
Þegar hugurinn fer af stað
fer hann út um allt
og ég leyfi það
því þegar hann kemur aftur
verð ég vitrari maður

eins og vindurinn
breytir hann stöðugt um stefnu
fer hingað og þangað
út um alla veröld
og dregur frá stór tjöld
á miðju sviði stendur maður sem ég þekki
en kannski ekki nógu vel
maðurinn á sviðinu er ég

svo áfram læt ég hugann reika
til þess að vita meira og meira
því þegar ég veit allt um mig
get ég fundið þig


 
bolti
1991 - ...


Ljóð eftir bolta

Hugurinn reikar