

Svartar götur, kyrrstæð tré
endurspeglandi áferð glampa tunglsins
horfi upp til himins og sé
í gegnum djúpt og rakt skýjaþykknið
þig
fljúgandi
skuggi þinn varpast
á jarðflötinn með drungafullum hætti
fjaðrirnar kljúfa vindinn
gróflega
í takt við djúpan hjartsláttinn
líkar þér nóttin,
kæri næturhrafn?
endurspeglandi áferð glampa tunglsins
horfi upp til himins og sé
í gegnum djúpt og rakt skýjaþykknið
þig
fljúgandi
skuggi þinn varpast
á jarðflötinn með drungafullum hætti
fjaðrirnar kljúfa vindinn
gróflega
í takt við djúpan hjartsláttinn
líkar þér nóttin,
kæri næturhrafn?