Næturhrafninn
Svartar götur, kyrrstæð tré
endurspeglandi áferð glampa tunglsins
horfi upp til himins og sé
í gegnum djúpt og rakt skýjaþykknið

þig

fljúgandi

skuggi þinn varpast
á jarðflötinn með drungafullum hætti
fjaðrirnar kljúfa vindinn
gróflega
í takt við djúpan hjartsláttinn

líkar þér nóttin,
kæri næturhrafn?  
Jóhannes
1994 - ...


Ljóð eftir Jóhannes

Næturhrafninn