

Hvítum vefjið mig væng
og vakið yfir mér í svefni
og signið mína sæng
þá sofna ég er nafn þitt nefni.
Villugjörn er veröld
vera mín hér er reyrð og bundin.
En kveikið þið í kvöld
á kyndlum fer ég einn um sundin.
Komið frekar í kveld
komið með dómana og strauma.
Ég veit um ykkar eld
á mér ekki lengur drauma.
Hvítri vefjið mig voð
vörðum ykkar treysti um geima.
Er ferjan ber mér boð
berið kveðju til allra heima.
og vakið yfir mér í svefni
og signið mína sæng
þá sofna ég er nafn þitt nefni.
Villugjörn er veröld
vera mín hér er reyrð og bundin.
En kveikið þið í kvöld
á kyndlum fer ég einn um sundin.
Komið frekar í kveld
komið með dómana og strauma.
Ég veit um ykkar eld
á mér ekki lengur drauma.
Hvítri vefjið mig voð
vörðum ykkar treysti um geima.
Er ferjan ber mér boð
berið kveðju til allra heima.